Auglýsing

Björt gagnrýnir málflutning Páleyjar: „Ýmislegt hægt að gera til þess að sporna gegn nauðgunum“

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, gagnrýnir orð Páleyjar Borgþórsdóttur úr fréttum Stöðvar 2 í gær, á Facebook-síðu sinni og segir að sér verði hreinlega óglatt.

Örskýring: Lögreglan í Eyjum upplýsir fjölmiðla ekki um kynferðisbrot á Þjóðhátíð

Lögreglan í Vestmannaeyjum hyggst ekki upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Eyjum fyrr en eftir hátíðina. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn.

Í viðtali um málið í fréttum Stöðvar 2 sagði Páley kynferðisbrot sérlega viðkvæm. „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo,“ sagði hún og hélt áfram:

Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot.

Björt segir ýmislegt hægt að gera til að sporna við nauðgunum. „Lögreglustjórinn í Eyjum lýsir því hvernig hún metur og telur sér skylt að verja almannahagsmuni,“ segir Björt á Facebook-síðu sinni.

„Það eru fyrst og fremst þessi brot sem felast í líkamsmeiðingum og meðferð fíkniefna. Því þau gerast svona á víðavangi. Kynferðisafbrot hinsvegar eru eitthvað annað, og bara svo erfið. Því þau gerast oftast (að sögn, engin þannig statístík til fyrir þjóðahátíð) í lokuðum rýmum.“

Björt bendir á að fólki sé einnig nauðgað úti á víðavangi eins og dæmin sanni. „Mér verður óglatt. Það er ýmislegt hægt að gera til þess að sporna gegn nauðgunum — sem gerast líka bara úti á víðavangi eins og dæmin sanna,“ segir hún.

„Ef að lögreglustjórinn getur ekki tryggt öryggi fórnarlamba nauðgara á hátíðinni, vegna til dæmis manneklu í lögregluliði. Þá á hún að hætta að gefa leyfi fyrir henni. Hvað er það sem ræður för? Hvað var það aftur með þessa almannahagsmuni?“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing