Auglýsing

Blaðamaður Morgunblaðsins svarar ritstjóra Kjarnans: „Honum finnst allir fífl nema hann sjálfur“

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er ekki sáttur með gagnrýni á fréttaflutning blaðsins af hálfu Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans. Stefán segir að „alvöru fjölmiðlar verði að vara sig á rausi af þessu tagi sem er aðeins gert til þess að klína ógeðfelldum stimplum á fólk.“ Stefán vitnar þarna í pistil Þórðar sem birtist á Kjarnanum í gær.

Sjá einnig: Þórði Snæ hótað eftir gagnrýni á Morgunblaðið:„Vona að þú verðir fyrsti Íslendingurinn til að fá sýrubað“

„Skoðanabloggið Kjarninn hefur nú lýst því yfir að fjölmiðlar megi ekki flytja tilteknar fréttir – þær standast nefnilega ekki pólitískan rétttrúnað forsvarsmanns vefsins,“ skrifar Stefán á Facebook síðu sína. Í Morgunblaði gærdagsins birtist á forsíðunni frétt um hælisleitanda sem safnaði sýru úr rafgeymum en margir telja að fréttaflutningurinn hafi verið villandi og hafi ýtt undir hatur á hælisleitendum.

Stefán hjólar svo í Þórð sem hann segir að hafi lengi verið með Morgunblaðið á heilanum. „En á sama tíma hefur hann þegið fjármagn frá mönnum sem helst hafa orðið frægir fyrir að eiga reikninga og fé á aflandseyjum. Hann gagnrýnir fréttablaðið fyrir að dreifa blöðum frítt um borg og bí en finnst ekkert tiltökumál að gera það sjálfur undir merkjum Mannlífs. Honum finnst allir fífl nema hann sjálfur.“

Sjá einnig: Telur Morgunblaðið ala á hatri í garð hælisleitenda með villandi fréttaflutningi: „Í undirmeðvitund okkar smýgur þetta: flóttafólk er hættulegt“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing