Nýtt Hús og híbýli er komið út og að þessu sinni eru litir og spennandi veggefni í fókus í
blaðinu.
Forsíðan er sérlega fersk en þar er bleiki liturinn í aðalhlutverki. Það er fyrirsætan Brynja
Guðmundsdóttir sem prýðir forsíðuna en hún býr með unnusta sínum, Arnari Má Davíðssyni,
og hundinum þeirra Django, á Njarðargötu. Þau festu kaup á íbúðinni í desember árið 2020
og hafa síðan þá tekið allt í gegn og gjörbreytt íbúðinni. Útkoman er sérlega flott og hefur
heimilið skemmtilegan karakter.
Í blaðinu er einnig innlit inn í fallega íbúð í Hlíðunum sem býr yfir miklum sjarma. Þar búa
þau Folda Guðlaugsdóttir, matreiðslumaður og háskólanemi, og Guðmundur Andri
Hjálmarsson þúsundþjalasmiður ásamt drengjunum þeirra tveimur. Andrúmsloftið á
heimilinu er afslappað og notalegt og eilítil rómantík svífur yfir vötnum.
Í líflegri og bjartri íbúð í miðbænum býr Sóley Þöll Bjarnadóttir og Hús og híbýli kíkir líka í
heimsókn til hennar. Þá liggur leiðin í Hafnarfjörð heim til Karlottu H. Margrétardóttur sem
er fagurkeri og á litríkt heimili.
Að að mála vegg í nýjum lit getur gjörbreytt ásýnd rýmis, sömuleiðis ef veggfóður er notað
eða vegglistar – í blaðinu er farið yfir ýmsa spennandi möguleika.
Í þessu nýja blaði er einnig að finna innlit inn á gullsmíðaverkstæði og verslun Lovísu
Halldórsdóttur Olesen til viðbótar við umfjöllun um sýninguna SUND í Hönnunarsafni.
Þetta og miklu meira í nýjasta Hús og híbýli.