Auglýsing

Blessað barnalán hjá Emmsjé Gauta

Rapparinn Emmsjé Gauti og kærastan hans Jovana Schally eiga von á barni. Frá þessu greinir rapparinn á Instagam-síðu sinni.

Bæði eiga þau börn úr fyrri samböndum, Gauti á dótturina Stellu og Jovana á Apríl Leu. Þau Gauti og Jovana eru gömul skólasystkini en tóku saman árið 2017 og hafa síðan deilt uppeldi stelpna sinna með fyrrverandi mökum sínum. Þau deila óspart sögum og svipmyndum af fjölskyldulífi sínu á Instagram og stæra sig af því að eiga í góðum samskiptum við barnsmæður og feður, eins og nútímafjölskyldu sæmir.

Von er á barninu, sem er drengur, í sumar og tilkynnir Gauti komu rappstirnisins unga með fallegri mynd af fjölskyldunni á Instagram.

Gauti grínast með að nú verði bíllinn fullur, þegar þriðja barnið verðu komið í heiminn og spurning er hvort rapparinn knái þurfi að fjárfesta í „strumpastrætó“ fyrir stóðið!

Nútíminn óskar þeim Gauta og Jovönu innilega til hamingju með drenginn!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing