Bohemian Rhapsody, kvikmyndin um rokkhljómsveitina Queen, var sigurvegari Golden Globe hátíðarinnar sem haldin var í Bandaríkjunum í nótt. Myndin var valin besta besta dramamyndin og Rami Malek, sem leikur Freddie Mercury, söngvara Queen, í myndinni, var valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki.
Glenn Close vann verðlaunin sem besta leikkona í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife. Valið kom töluvert á óvart en búist var við því að Lady Gaga myndi sigra þann flokk fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Star is Born.
Fyrirfram var búist við því að A Star is Born yrði helsti sigurvegari hátíðarinnar en myndin fékk aðeins ein verðlaun eftir að hafa hlotið fimm tilnefningar. Verðlaunin fékk myndin fyrir besta frumsamda lagið, Shallow.
Til að sjá alla verðlaunahafa og tilnefningar má smella hér.