Boltinn úr leik Íslands og Englands á EM í fótbolta verður til sýnis á Þjóðminjasafninu á laugardaginn frá klukkan 13 til 16. Gestum Þjóðminjasafnsins býðst að láta taka mynd af sér með boltanum.
Eins og alþjóð veit þá vann Ísland England 2-1 í ótrúlegum leik. „Þessi tákngervingur stórkostlegra afreka í íslenskri knattspyrnusögu er gjöf til Þjóðminjasafnsins,“ segir í viðburðinum á Facebook.
Daily Mail greinir frá því að Adidas hafi ákveðið að gefa Þjóðminjasafninu boltann þegar það fréttist að 10 prósent þjóðarinnar hafi mætt á leikinn.