Auglýsing

Bon Jovi bjargaði konu sem reyndi sjálfsvíg: Sjáðu myndbandið

Hinn goðsagnakenndi bandaríski söngvari Jon Bon Jovi séat á myndskeiði hjálpa til við að sannfæra konu um að stíga niður af brúarbarði í Nashville í Bandaríkjunum. Konan var stödd á John Seigenthaler-göngubrúnni og ætlaði að svipta sig lífi með því að stökkva fram af henni. Söngvarinn var við tökur á tónlistarmyndbandi nálægt brúnni en á myndskeiðinu sést hvar hann stekkur til og kemur konunni til aðstoðar.

„Við viljum koma þökkum frá embættinu til Jon Bon Jovi og hans teymis fyrir að hafa hjálpað konu í Nashville á Seigenthaler-göngubrúnni á þriðjudagskvöld.“

Samkvæmt lögreglunni í Nashville þá átti atvikið sér stað á þriðjudagskvöld en hinn 62 ára gamli söngvari sló upptökunum á frest þegar ljóst var að konan ætlaði að stökkva fram af brúnni. Á myndskeiðinu sést hvar Jon Bon Jovi hallar sér yfir handrið brúarinnar, færir sig nær konunni og lyftir henni síðan hetjulega yfir handriðið áður en hann faðmar hana.

Fékk lof frá lögreglunni

Lögreglustjórinn í Nashville sparaði ekki stóru orðin þegar það kom að hinum bandaríska rokkara og þakkaði honum kærlega fyrir aðstoðina: „Við viljum koma þökkum frá embættinu til Jon Bon Jovi og hans teymis fyrir að hafa hjálpað konu í Nashville á Seigenthaler-göngubrúnni á þriðjudagskvöld. Við verðum öll að hjálpast að við að halda hvort öðru öruggu.“

Þá sagði lögreglustjórinn að söngvarinn, sem hefur selt yfir 120 milljón plötur á heimsvísu með hljómsveit sinni sem hann stofnaði árið 1983, hefði sannfært konuna að stíga af brúnni sem fer yfir Cumberland-ánna í fylkinu.

Fyrr á þessu ári sagði Bon Jovi við tímaritið People að hann væri hægt og rólega að „komast aftur“ á sviðið eftir að hafa farið í sjaldgæfa raddaðgerð í júní árið 2022.

Nýjasta plata sveitarinnar kom út þann 7. júní og heitir „Forever“ en þá var söngvarinn spurður að því hvort hann væri kominn með röddina sína aftur eftir aðgerðina. Þá sagðist hann halda að röddin væri komin að fullu aftur og að sveitin stefndi á nýtt tónleikaferðalag sem aðdáendur hans og sveitarinnar geta beðið spennt eftir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing