Auglýsing

Borgarfulltrúi Framsóknar: DV er drasl

„Það er allavega eitt öruggt í þessu lífi og það er það að DV er drasl,“ segir Guðfinna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í athugasemd undir frétt á DV.is.

Guðfinna sparar ekki stóru orðin:

Tilefnið er umfjöllun DV um gámahús sem fyrirtækið Smáíbúðir ehf. vill koma fyrir í Reykjavík. Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og kosningastjóri Framsóknarflokksins fyrir síðustu borgar­stjórnarkosningar, er eiginmaður Guðfinnu. Hann segist í samtali við DV vona að Guðfinna beiti sér fyrir hagsmunum fyrirtækisins í borginni. „Ég vona það og ætlast til þess að hún geri það,“ segir hann í samtali við DV.

Guðfinna segir í samtali við DV að hún myndi víkja sæti ef málefni Smáíbuða kæmu inn á borð borgarráðs. „Ég hef aldrei skoðað þetta mál sem borgarfulltrúi og ég hef ekki lagt þetta fram sem borgarfulltrúi,“ segir hún.

Guðfinna fer mikinn í athugasemdakerfinu undir fréttinni og kallar blaðamann DV meðal annars barn:

Annars er þetta svo gömul frétt, þeir reyndu að kynna þetta fyrir Degi á síðasta kjörtímabili en hann neitaði að hitta þá enda alltof upptekinn við að fækka félagslegum leiguíbúðum, þeir fóru á fund með starfsmanni borgarinnar sem sagði að að væri ekki til lóð svo málið dó á síðasta kjörtímabili, ég reyndi að segja dv barninu frá því en hann var of vitlaus til að skilja þetta.

Smelltu hér til að lesa fréttina á vef DV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing