Auglýsing

Borgarfulltrúi: Hvað eru Akureyringar að pæla?

„Ég sá ekki eina einustu manneskju á hjóli, í þessa tvo daga sem sem ég var Akureyri, og enga hjólastíga. Fótgangandi vegfarendur fáir.“

Þetta segir borgarfulltrúinn Hjálmar Sveinsson í pistli sem vitnað er í á vef Akureyri vikublaðs. Hjálmar var á þingi Sambands sveitarfélaga sem haldið var í Hofi á Akureyri í síðustu viku og spyr hvað Akureyringar eru að pæla.

Bíllinn hefur algeran forgang á Akureyri, allstaðar. Líka á göngugötunni. Sama með Oddeyrina. Bílarnir keyra mjög hratt eftir Norðurgötu, eins og þeir séu að keyra inni í röri og líta hvorki til hægri né vinstri, þótt þeir séu að keyra inni í fíngerðu gömlu íbúðarhverfi. Þessi ofuráhersla á bílastæði og sem allra mesta og hraðasta bílaumferð, skapar einstaklega nöturlegt umhverfi í bæ sem er að upplagi einstaklega fallegur. Ég hef komið á hverju ári til Akureyrar síðustu 10 árin og finnst að miðbæjarsvæðinu fari hnignandi ár frá ári. Hvað eru Akureyringar að pæla?

Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri og arkítekt, svarar Hjálmari og segir nauðsynlegt að búa betur að vistvænni samgöngu á Akureyri.

„Góðu tíðindin eru þó þau að í nýsamþykktu miðbæjarskipulagi er gert ráð fyrir lágreistri byggð á stóra bílastæðaflákanum og Glerárgatan verður þrengd,“ segir hann. „Þá er nokkuð góð sátt margra flokka um að lögð verði áhersla á að Eyrinni verði gert hærra undir höfði og íbúðarbyggð í „sátt“ við núverandi byggð rísi á víkjandi atvinnusvæði austan hennar. Nú svo stendur fyrir dyrum að gjörbreyta strætókerfinu til þess að draga úr notkun einkabílsins. Við Akureyringar getum þó margt lært af ykkur Reykvíkingum og mörgum öðrum borgum nágrannaþjóða okkar.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing