Sadiq Khan borgarstjóri Lundúna hefur gefið leyfi fyrir því að risastórri blöðru af Donald Trump Bandaríkjaforseta barnungum í bleyju verði flogið yfir borgina í næstu viku á sama tíma og von er á honum í opinbera heimsókn til borgarinnar að því er kemur fram í frétt BBC.
Trump mun hitta Theresu May forsætisráðherra Bretlands í Downing-stræti þann 13. júlí næstkomandi og hafa skipuleggjendur fengið leyfi fyrir að fljúga blöðrunni í tvo tíma yfir borgina um morguninn en flugið á að hefjast við þinghúsið sem er aðeins steinsnar frá Downing-stræti. Ekkert hefur heyrst frá Hvíta húsinu vegna málsins.
Skipuleggjendur sjá flugið svona fyrir sér
HUGE news coming in: DONALD J TRUMP BABY WILL FLY! @SadiqKhan tried to play hard ball – in the end he had to make a Deal. No surprise – he's never won anything in his life! Sad – but True! London here I come! https://t.co/j3KCPimHI2 pic.twitter.com/oc2VKWKSN1
— Trump Baby (@TrumpBabyUK) July 5, 2018
Skipuleggjendur hrintu af stað söfnun fyrir blöðrunni en alls söfnuðust tæplega 18 þúsund pund eða um 2,5 milljónir íslenskra króna. Þeir segja blöðruna endurspegla persónu forsetans líkja mætti við reitt barn með viðkvæmt egó og pínulitlar hendur.
Blaðran er engin smásmíði en hún er sex metra há og verður fyllt með helíum svo hún svífi yfir borginni
Wow! Tremendous win for #TrumpBaby supporters! This is BIG news that nobody saw happening – I am going on a World Tour! Wherever little Donald goes, I will be close behind. There is so much good to do, the world needs #TrumpBaby! https://t.co/aZXE1uREl0? pic.twitter.com/3rkd21GMhL
— Trump Baby (@TrumpBabyUK) June 27, 2018
Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins UKIP í Bretlandi kallaði áformin „stærstu móðgun við sitjandi Bandaríkjaforseta.“
Sadiq Khan has allowed an inflatable “Trump baby” blimp to fly in London. This is the biggest insult to a sitting US President ever. https://t.co/4IRVlG7Gz6
— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 5, 2018
Leo Murry er einn skipuleggjandi gjörningsins en hann sagði í samtali við BBC að forsetinn þoldi ekki þegar fólk gerði grín að honum og með þessu séu þau að tryggja að hann viti að allir á Bretlandi horfi niður á hann og hlægi að honum.
Murry sagði borgaryfirvöld upphaflega hikandi yfir áformum þeirra en þau sögðust í fyrstu ekki viðurkenna Trump-barnið og viðburðinn sem lögmæt mótmæli. Á endanum hafi þau þó enduruppgötvað skopskyn sitt að sögn Murry og því muni Trump-barnið fljúga.
Skipuleggjendur eiga þó enn eftir að fá leyfi frá lögreglu og flugmálayfirvöldum og því ekki komið á hreint hvort af fluginu verði.