Auglýsing

Borghildur birtir mynd af mömmu sinni í Atlavík 1983 í von um að finna blóðföður sinn

Borghildur Dóra Björnsdóttir, 33 ára kona sem kom undir á útihátíð í Atlavík verslunarmannahelgina 1983, leitar enn að blóðföður sínum. Nú hefur hún birt mynd af mömmu sinni, sem alltaf var kölluð Dæda, sem tekin var á hátíðinni í von um að einhver geti komið henni á sporið. Eða, að blóðfaðir hennar átti sig á því að það er hann sem leitað er að. DV greindi fyrst frá.

Nútíminn hefur áður fjallað um leit Borghildur og má lesa ítarlega umfjöllun um málið hér.

„Þetta er móðir mín, hún Dæda eins og hún var kölluð í denn. Þessi mynd er tekin í Atlavík, það herrans ár 1983 á föstudeginum. Hún hitti karl föður minn á sunnudagskvöldinu. Hún leit nákvæmlega svona út þá líka og var í þessari bleiku úlpu. Þessi mynd er birt með góðfúslegu leyfi hennar,“ skrifar Borghildur í færslu sem hún deilir á Facebook.

Borghildur talar til blóðföður síns í færslunni.

„Svo kæri faðir, ef þessi mynd rifjar eitthvað upp fyrir þér og þú manst eftir að hafa átt næturgaman með þessari konu (móður minni) á myndinni, bið ég þig um að hafa samband við mig í einkaskilaboðum. Það væri mér svo mikils virði,“ skrifar Borghildur.

Hún vonast einnig til þess að aðrir sem voru á útihátíðinni þekki móður hennar á myndinni.

Og ef þú sem lest þetta, manst eftir ađ hafa séð hana móđur mína á sunnudagskvöldinu međ hávöxnum, grönnum manni, međ strákakoll, strákslegt útlit, í grárri lopapeysu međ svörtu munstri, adidas skóm og bláum gallabuxum, endilega láttu mig vita. Hann var međ litađ rautt hár en var dökkhærđur þegar vinkona mömmu hitti hann 6 árum seinna. Móðir món vissi ekki þá ađ hann hafi verið međ litað hár,“ skrifar Borghildur.

Þá biður hún fólk sem gæti munað eftir vini blóðföðurs sins, eða einhverju um þá, endilega að hafa samband.

„Þetta skiptir mig svo miklu máli og ekkert virðist vera ađ gerast í þessu máli og þetta tekur andskoti mikið á sálartetrið. En ég er sterk eins og þeir vita sem þekkja mig, svo ég bugast ekki né gefst upp,“ skrifar Borghildur að lokum.

Förum aðeins yfir það sem Borghildur veit um blóðföður sinn:

Hann var á útihátíð í Atlavík um verslunarmannahelgina 1983 og sagðist vera 26 ára. Mamma Dóru telur mögulegt að hann hafi jafnvel verið nokkuð yngri.

Þangað mætti hann með vini sínum á grárri, skítugri Mözdu af tegundinni 323. Bílnúmerið byrjaði á R sem stóð á þessum tíma fyrir Reykjavík.

Hann sagðist heita Jónas Haukur Sveinsson en Dóra telur víst að hann hafi að hluta til eða öllu leyti logið til um nafn sitt. Hann sagðist vera smiður og búa hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Hann sagðist eiga fimm ára dóttur, Huldu og sagðist einu sinni hafa verið giftur.

Hann var hávaxinn og stuttklipptur, í svörtum Adidas-skóm, bláum gallabuxum og ljósgrárri lopapeysu með svörtu og hvítu mynstri. Vinur hans var dökkhærður, hrokkinhærður og þybbinn.

Vinkona mömmu Dóru hitti manninn fyrir tilviljun á skemmtistað á Akureyri þegar Dóra var sex ára og spjallaði við hann. Þá sagðist hann alltaf hafa búið á Akureyri en Dóra efast um að það sé rétt, þar sem enginn Akureyringur sem hún þekkir kannist við hann. Við þetta tilefni sagði vinkonan manninum að hann ætti dóttur, Dóru, en þá var einmitt kallað á hann og hann hvarf í mannfjöldann. Maðurinn var kallaður Haukur og svaraði því nafni.

Mamma Dóru segir að maðurinn hafi ekki verið með hring þegar þau kynntust. Hefði hann verið með einn slíkan hefði hún aldrei sofið hjá honum. Mamma hennar telur jafnvel að hann hafi logið til um nafn sitt og fleira svo hann þyrfti ekki að borga meðlag, ef til þess kæmi. Dóra segir að mamma hennar hafi tekið skýrt fram við hana að hún muni ekki rukka hann um meðlag, gefi hann sig fram og gangist við því að vera pabbi Dóru.

Mamma Dóru var alltaf kölluð Dæda og kynnti sig þannig við blóðföður Dóru þegar þau hittust í Atlavík 1983.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing