Auglýsing

Boris Johnson er nýr forsætisráðherra Bretlands

Boris Johnson hefur verið valinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og mun taka við sem forsætisráðherra landsins af Theresu May sem stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun.

Tilkynnt var um kjörið í morgun en Boris fékk um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans, Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra en Boris gegndi stöðunni á undan honum. Boris Johnson fékk 92.153 atkvæði en Hunt 46.656.

Johnson þakkaði bæði Hunt og May í þakkarræðu sinni í morgun. Hann hét því þá að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing