Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um hópslagsmál í hverfi 105 í Reykjavík en samkvæmt dagbók embættisins var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá segir að málið sé í rannsókn og að það sé unnið með barnavernd Reykjavíkur.
Þetta var eitt af verkefnum lögreglunnar frá 17:00 í gær og þar til klukkan 05:00 í morgun. Alls voru 62 mál bókuð í LÖKE-kerfi lögreglunnar en einn gistir fangaklefa eftir vaktina. Önnur verkefni voru eftirfarandi, skipt niður eftir lögreglustöðvum.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
Ökumaður stöðvaður í hverfi 101 grunaður akstur undir áhrifum fíkniefna, kom í ljós að hann var einnig sviptur ökuréttindum, laus að lokinni blóðsýnatöku
Einn handtekinn í hverfi 104 grunaður um fíkniefna misferli, afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Skráningarnúmer tekin af bifreið í hverfi 221 vegna vanrækslu á greiðslu trygginga
Ökumaður stöðvaður í hverfi 220 grunaður akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Tilkynnt um umferðarslys, ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á vegriði, minniháttar meiðsli
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Skráningarnúmer tekin af bifreið í hverfi 109 vegna vanrækslu á greiðslu trygginga
Tilkynnt um innbrot og þjófnað í verslun í hverfi 203, einn handtekinn og laus að lokinni skýrslutöku
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Ökumaður stöðvaður í hverfi 110 grunaður um ölvunarakstur, laus að lokinni blóðsýnatöku