Auglýsing

Bráðamóttakan fær falleinkunn á Google: „Worst hospital in the whole world“

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvoginum fær falleinkunn á Google Reviews og rúmlega það. Á tækniöld má nánast gefa öllu einkunn og þar virðist heilbrigðisþjónusta á Íslandi ekki vera undanskilinn. Á meðan veitingastaðir og ferðaþjónustur hér á Íslandi keppast um að fá góðar einkunnir þá virðast bæði túristar sem og Íslendingar gefa fleiri tegundum af þjónustu einkunn inni á veraldarvefnum. Af öllum slíkum einkunnagjafasíðum er Google Reviews án efa ein sú stærsta.

Það verður að viðurkennast að blaðamaður Nútímans hafði ekki hugmynd um það að hægt væri að gefa bráðamóttökunni sjálfri einkunn á Google en þegar litið er á einkunnagjöf Landspítalans þá er ekki hægt að segja annað en að þjónustan fái algjöra falleinkunn. Þá virðist engu skipta hvort gripið er niður í einkunnagjöf Íslendinga eða þeirra sem af erlendu bergi eru brotnir.

Betra að fara til dýralæknis

„Worst hospital in the whole world,“ segir RR Suarez í einkunnagjöf sinni fyrir bráðamóttökuna en þar segist viðkomandi þurfa að bíða „þar til hann drepst“ þangað til hann fær þjónustu. Viðkomandi orðar þetta svona: „…you must wait to death in the reception til you get your name called..not recommended if you are dying from your illness. Better go to the vet.“

En þessi Suarez er ekki sá eini um þessa skoðun enda hefur það lengi verið gagnrýnt hversu lengi biðin er eftir þjónustu á bráðamóttökunni. Ekki virðist þar vera við starfsfólkið að saka heldur virðist þurfa aukið fjármagn í starfsemina til þess að geta verið með fleiri starfsmenn á vakt, bæði lækna og hjúkrunarfólk. Það virðist þó ekki gert því þetta vandamál virðist bara verða stærra með hverju árinu sem líður.

Mia Night er á þeirri skoðun og rúmlega það: „You are better of dying then getting help from this healthcare.“

Íslendingar á sömu skoðun

Engir Íslendingar? Jú, heldur betur. Fyrir 9 klukkutímum síðan fékk bráðamóttakan bara eina stjörnu í einkunn frá Pétri Már sem segist hafa verið að blæða út á meðan hann beið eftir þjónustu. Hann segist hafa lært það að til þess að fá þjónustu hafi hann einfaldlega þurft að taka of stóran skammt af fíkniefnum: „Already 6 cases went ahead of me and Im almost certain that they don‘t pay the taxes that funds this hospital.“

Það má þó inn á milli finna fullt hús stiga eða fimm stjörnur. Háþrýsti- og köfunarlækningadeild Landspítalans, líkt og viðkomandi kallar sig á Google, gefur sínum eigin vinnustað fimm stjörnur – það var fyrir 11 mánuðum síðan. Ef litið er á nýrri stjörnugjöf er þó ekki mikið um fína drætti. Bjarni Valur segir til dæmis að ein stjarna sé of mikið fyrir umrædda þjónustu.

Það má því segja að út á við – að minnsta kosti á Google Reviews – er heilbrigðisþjónustunan á Íslandi, að minnsta kosti bráðamóttakan, ekki góð auglýsing.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing