Bragi Valdimar Skúlason, texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg, ber ábyrgðina á því að sögnin að kitla hefur þróast yfir í að gilla og orðið vinsæl.
Barnaplatan Gilligill, sem hann samdi með hljómsveitinni Memfismafíunni, átti fyrst að heita Killikill og vísa þannig í samnefnt titillag plötunnar sem fjallar um kitl. Heiti plötunnar þótti aftur á móti minna of mikið á dauðarokksplötu og titli lagsins og plötunnar þá breytt í Gilligill.
Sjá einnig: Brandenburg gerir stórskemmtilega auglýsingu með „Epal-hommum“
Þetta kemur fram í umræðum á Twitter þar sem vangaveltur fóru fram um hvernig „Liggaliggalá“ hefði breyst í „Nananabúbú“. Taldi Eiríkur Kristjánsson að Bragi Valdimar bæri ábyrgð á vinsældum sagnarinnar að gilla.
Berð þú samt ekki ábyrgðina á vinsældum sagnarinnar að gilla? Þegar ég var ungur hét þetta að kitla. Og ekki varð okkur meint af.
— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) July 11, 2017
Og Bragi Valdimar viðurkennir það…
Mja, ég hélt reyndar alltaf að barnamálið væri að killa, en Gilligill varð ofaná því Killikill var meira eins og nafn á dauðarokksplötu.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 11, 2017
Hér má sjá brot úr laginu Gilligill
Ef þér leiðist, litli vin,
ef lyppast niður munnvikin
— ég ráð við slíkri reginhneisu kann.
Þú teygir fima fingur út
og finnur þér svo mallakút
og af öllum þínum kröftum kitlar hann.
Í algjöra klessu kitlaru hann.
Gilligill, gilligilligilligilligill…