Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var á meðal þeirra sem sóttu um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Í 64. grein laga um þingsköp kemur fram að enginn þingmaður megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs síns. Leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt á Alþingi 16. maí með 33 atkvæðum gegn 22. Bjarni Benediktsson lagði frumvarpið fram og greiddi atkvæði með því.
Leiðréttingin rennur úr ríkissjóði Íslands. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun bankaskatts og afnámi á undanþágu þrotabúa gömlu bankanna frá skattinum.
Meðal fjárhæð leiðréttingarinnar er 1.350.000 krónur. Meðaltal hjóna er 1.510.000 krónur og hver einstaklingur fær 1.100.000 krónur að jafnaði.
Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.