Auglýsing

Breiðholt fær loksins líkamsræktarstöð

Í janúar verður loksins hægt að rífa í lóðin í Breiðholti en þá opnar World Class í hverfinu.

 

World Class opnar líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug í janúar. Grein hafði verið frá þessu á Fréttanetinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Leifsson, fulltrúi Þreks ehf. sem rekur World Class, skrifuðu í dag undir samning um byggingu og rekstur stöðvarinnar.

Sjá einnig: Of fá bílastæði fyrir World Class í 101

Tillaga um að hefja und­ir­bún­ing að því að koma upp lík­ams­rækt­ar­stöð við Breiðholts­laug var samþykkt í borgarráði í febrúar árið 2013. Var það meðal ann­ars vegna þess að eng­in lík­ams­rækt­ar­stöð er i Efra-Breiðholti.

Dagur B. Eggertssson sagðist við undirritunina sérstaklega glaður fyrir hönd Breiðhyltinga.

Það verður gott fyrir hverfið að fá loksins líkamsræktarstöð en hún mun líka koma til með að styrkja Breiðholtslaug enn frekar

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega og segist Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, stoltur og spenntur.

„Stutt er í opnun þannig að það er eins gott að láta hendur standa fram úr ermum en við ætlum að sjálfsögðu að standa við stóru orðin,” segir hann.

Í tilkynningu kemur fram að Þrek ehf. muni byggja og reka líkamsræktaraðstöðuna, en Reykjavíkurborg byggir glerganginn meðfram íþróttahúsinu. Þrek ehf. greiðir 75 milljónir króna fyrir byggingarréttinn, gatnagerðargjöld og afnot af bílastæðum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing