Auglýsing

Brendan Dassey sleppt úr fangelsi

Dómari í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að Brendan Dassey verði sleppt úr fangelsi þegar í stað. Þetta kemur fram á vef BBC.

Dassey var ásamt Steven Avery, frænda sínum, dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresu Hallbach árið 2005. Málið var tekið fyrir í heimildarþáttaröðinni Making a Murderer sem sló í gegn á Netflix í desember í fyrra.

Sjá einnigNetflix staðfestir nýja þáttaröð af Making a Murderer

Í október var dómurinn yfir Dassey ógiltur. Dómarinn í málinu sagði að umdeildar yfirheyrsluaðferðir lögreglunnar hafi vegið þungt og sagði að játning hans hafi verið þvinguð fram.

Þá sagði hann vinnu­brögð verj­anda Dass­eys hafa verið óboðleg og að Len Kachinsky, sem upp­haf­lega var skipaður verj­andi Dass­eys, hafi eytt meiri tíma í að tala við fjöl­miðla en að vinna í máli hans.

Making a Murderer sló í gegn um síðustu jól á Netflix. Þáttaröðin fjallar um Steven Avery sem var sakfelldur árið 1985 fyrir nauðgun. Hann sat inni í 18 ár en var hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans. Honum var í kjölfarið sleppt.

Hann ætlaði að sækja háar bætur til ríkisins en var svo árið 2005 sakfelldur fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresu Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu.

Þættirnir fjalla ítarlega um réttarhöldin og þykja sýna fram á ýmislegt misjafnt — til dæmis að lögreglumenn hafi komið sönnunargögnum gegn Avery fyrir á heimili hans.

Making a Murderer vöktu gríðarlega athygli og hundruð þúsunda settu nafn sitt á undirskriftalista fólks sem berst fyrir því að mál hans verði tekið upp á ný og honum sleppt.

Afþreyingarrisinn Netflix hefur staðfest að önnur sería Making a Murderer sé væntanleg. Á vefmiðlinum The Verge kemur fram að í nýju þáttunum verði fjallað um líf Steve Avery eftir að hann var sakfelldur fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresu Halbach árið 2005.

Þá munu nýju þættirnir einnig fjalla um aðkomu nýrra lögfræðinga að málinu. Netflix gefur ekki upp hvenær þættirnir fara í loftið eða hversu margir þeir verða.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing