Auglýsing

Bresk kona gekk með barn fyrir dóttur sína sem er ófrjó eftir meðferð við leghálskrabbameini

Fjörutíu og fimm ára bresk kona fæddi barnabarn sitt á föstudaginn. Hún var staðgöngumóðir fyrir rúmlega tvítuga dóttur sína sem varð ófrjó eftir krabbameinsmeðferð.

Jessica Jenkins greindist með leghálskrabbamein þegar hún var 18 ára gömul en þá var hún yngsta konan sem hafði greinst með slíkt krabbamein þar í landi.

Hún lét frysta 21 egg áður en hún hóf meðferð við krabbameini og ákváðu hún og eiginmaður hennar fyrr á þessu ári að nú væri kominn tími til að láta reyna á barneignir. Eggin voru tekin að morgni og hóf Jenkins lyfjameðferðina um kvöldið.

Julie Bradford, 45 ára móðir konunnar, samþykkti að vera staðgöngumóðir fyrir dóttur sína Jessicu Jenkins, sem er 21 árs. Fósturvísirinn sem settur var upp samanstóð af eggi frá ungu konunni og sæði eiginmanns hennar, sem er 27 ára.

Bradford á sjálf þrjú börn og segir að barnabarn hennar sé jólakraftaverk. „Allar mæður myndu gera þetta fyrir barnið sitt,“ segir hún í samtali við Daily Mirror.

Jenkins var við hlið móður sinnar þegar sonur hennar fæddist. „Mamma mín er hugrakkasta og magnaðasta kona í heimi. Ég elska hana svo mikið fyrir að gefa mér son minn,“ segir hin nýbakaða móðir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing