Auglýsing

Breski fáninn var á hvolfi á Alþingi þegar David Cameron kom í heimsókn

Glöggir lesendur Nútímans hafa tekið eftir því að þjóðfáni Bretlands, hinn stórglæsilegi Union Jack, var á hvolfi á Alþingi í gær þegar David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, skrifaði í gestabók þingsins.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, standa yfir Cameron og virðast ekki taka eftir því að fáninn er á hvolfi. Og það sem meira er, Cameron sjálfur virðist ekki veita því neina athygli.

Myndin hér fyrir ofan birtist á Facebook-síðu 10 Downing Street og þar hefur Michael J Dundee tekið eftir því að fáninn sé á hvolfi. Hann lýsir yfir vonbrigðum sínum.

 

Skoðum nokkra aðra þjóðfána á hvolfi. Hér er sá íslenski

Sá bandaríski

usa

Og sá þýski

germanflag

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing