Auglýsing

BrewDog leitar að fólki með brennandi áhuga á bjór til að vinna á bar í miðborg Reykjavíkur

Skoski bjórframleiðandinn BrewDog leitar nú að fólki með brennandi áhuga á bjór til að starfa á bar og veitingastað sem til stendur að opna í Reykjavík. Í starfsauglýsingunni kemur fram að brennandi áhugi á bjór sé skilyrði ásamt þjónustulund.

Fréttablaðið greinir frá opnuninni á barnum í dag. Ekki kemur fram hvar barinn verður en samkvæmt því sem kemur fram í starfsauglýsingunni verður hann í hjarta borgarinnar.

Brewdog var stofnað árið 2007. Íslenskir bjórunnendur þekkja vel bjórinn Punk IPA sem er seldur, ásamt nokkrum öðrum bjórum fyrirtækisins, í Vínbúðum hérlendis.

Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um áform um að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns.

Þá kemur fram að fyrirtækið ætli að opna 17 nýja bari á árinu — sex í Skotlandi, fjóra á Englandi og sjö víða um heim. Fyrirtækið rekur þegar bari í Svíþjóð, Brasilíu, Ítalíu, Finnlandi og Bretlandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing