Auglýsing

Brómantík Hugleiks og Andrew W.K.

Heimurinn er orðinn svo lítill.

Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af tónlistarmanninum Andrew W.K. og birti á Twitter-síðu sinni í vikunni. Andrew W.K. er virkur tístari og Hugleikur taggaði hann þegar hann birti myndina.

Svo fór að Andrew W.K. líkaði við myndina og ekki nóg með það, sendi Hugleiki og fylgjendum sínum á Twitter stutt tíst:

Brómantíkin (e. bromance) hélt áfram og nú er Andrew W.K. byrjaður að elta Hugleik á Twitter. Reyndar eins og bandaríski leikarinn og kyntröllið Taye Diggs:

En fyrir þau sem þekkja ekki Andrew WK þá varð hann fyrst þekktur fyrir lög á borð við Party Hard og We Want Fun. Fyrsta platan hans, I Get Wet, sló í gegn en síðan þá hefur hann gefið út fimm plötur. Í dag njóta pistlar hans á vefsíðunni Village Voice mikilla vinsælda en hann svarar spurningum lesenda af miklu innsæi og beint frá hjartanu.

Annars er Hugleikur með pub quiz í kvöld á vegum RIFF ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni. Skoðið það. Fullt af flottum verðlaunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing