Auglýsing

Bruce Jenner kemur út sem transkona

Bruce Jenner kom út sem transkona í viðtali við Diane Sawyer í gær. Jenner vann gullverðlaun í tugþraut á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 en er þekktastur í seinni tíð sem fjölskyldufaðir Kardashian-fjölskyldunnar. Jenner og Kris Jenner, móðir Kardashian systranna, voru gift í 23 ár.

„Já, ég er kona,“ sagði Jenner. Áður en það gerðist losaði hún teygju úr hári sínu á táknrænan hátt. Fjölmiðlar um allan heim hafa velt sér upp úr kynleiðréttinarferli Jenner sem hafði ekki stigið fram og tjáð sig um málið fyrr en í gær.

Hluta af viðtalinu má sjá hér fyrir neðan.

Í kjölfarið fékk Jenner opinberan stuðning úr öllum átt eftir viðtalið. Meðal annars frá Kim Kardashian, stjúpdóttur sinni.

Jenner er 65 ára og seg­ist í viðtalinu hafa átt í bar­áttu við kyn­vit­und sína frá því að hún var barn. Jenner ætlar ekki að breyta um nafn og sagðist skil­greina sig und­ir per­sónu­for­nafn­inu „hún“. Athygli vakti að Sawyer notaði end­ur­tekið per­sónu­for­nafnið „hann“ í viðtalinu.

Jenner sagðist ekki upp­lifa sig sem sam­kyn­hneigða.

Ég er ekki sam­kyn­hneigð. Ekki svo ég viti allavega. Ég hef aldrei verið með karlmanni og alltaf verið með konu, alið upp börn.

Jenner sagðist síðar í viðtal­inu vera ókyn­hneigð (e. asex­ual). Sawyer spurði hana ítrekað um kyn­hneigð henn­ar en Jenner lagði áherslu á að hún kæmi viðtal­inu í ekki við.

Hér má sjá hluta viðtalsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing