Bruce Jenner kom út sem transkona í viðtali við Diane Sawyer í gær. Jenner vann gullverðlaun í tugþraut á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 en er þekktastur í seinni tíð sem fjölskyldufaðir Kardashian-fjölskyldunnar. Jenner og Kris Jenner, móðir Kardashian systranna, voru gift í 23 ár.
„Já, ég er kona,“ sagði Jenner. Áður en það gerðist losaði hún teygju úr hári sínu á táknrænan hátt. Fjölmiðlar um allan heim hafa velt sér upp úr kynleiðréttinarferli Jenner sem hafði ekki stigið fram og tjáð sig um málið fyrr en í gær.
Hluta af viðtalinu má sjá hér fyrir neðan.
Í kjölfarið fékk Jenner opinberan stuðning úr öllum átt eftir viðtalið. Meðal annars frá Kim Kardashian, stjúpdóttur sinni.
Love is the courage to live the truest, best version of yourself. Bruce is love. I love you Bruce. #ProudDaughter pic.twitter.com/7ZJ6FuMHfU
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) April 25, 2015
Jenner er 65 ára og segist í viðtalinu hafa átt í baráttu við kynvitund sína frá því að hún var barn. Jenner ætlar ekki að breyta um nafn og sagðist skilgreina sig undir persónufornafninu „hún“. Athygli vakti að Sawyer notaði endurtekið persónufornafnið „hann“ í viðtalinu.
Jenner sagðist ekki upplifa sig sem samkynhneigða.
Ég er ekki samkynhneigð. Ekki svo ég viti allavega. Ég hef aldrei verið með karlmanni og alltaf verið með konu, alið upp börn.
Jenner sagðist síðar í viðtalinu vera ókynhneigð (e. asexual). Sawyer spurði hana ítrekað um kynhneigð hennar en Jenner lagði áherslu á að hún kæmi viðtalinu í ekki við.
Hér má sjá hluta viðtalsins.