Auglýsing

Brynjar Níelsson er ekki viss um að það myndi gera Áslaugu Örnu gott að verða ráðherra

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki viss um að það myndi gera Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og þingmanni flokksins, gott að verða ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Hann vill að niðurstöður prófkjara hjá Sjálfstæðisflokknum ráði því hverjir verði ráðherrar flokksins, en ekki kynjasjónarmið.

Aðeins ein kona leiddi lista flokksins í kosningunum, Ólöf Nordal varaformaður og sitjandi innanríkisráðherra.

Þetta kom fram í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en Kjarninn greinir frá.

Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð vinna nú að myndun ríkisstjórnar. Ekki hefur verið gefið út hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórninni en margir telja að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðuneyti.

Áslaug Arna er ein þeirra sem hefur verið nefnd sem hugsanlegt ráðherraefni flokksins. Hún er tuttugu og sex ára og stundar meistaranám í lögfræði í Háskóla Íslands.

Brynjar sagði málið snúast um það hverjir ræðu við „djobbið“ núna. „Það skiptir auðvitað máli þegar þú ert orðinn æðsti handhafi framkvæmdavaldsins að þú hafir ákveðna reynslu, ákveðna þekkingu,“ sagði hann.

Hann sagðist telja Áslaugu Örnu mjög efnilegan stjórnmálamann og sagðist halda að það sé miklu meira í henni en menni átti sig á.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing