Auglýsing

Brynjar Níelsson ósammála bróður sínum vegna Gleðigöngunnar: „Þú ert að verða eins og hver annar femínisti”

Brynjar Níelsson, þingmaður, gagnrýndi bróður sinn, Gústaf Níelsson, eftir ummæli sem hann lét fjalla um Gleðigönguna sem verður haldin á morgun. DV greindi frá því í gær að Gústaf hefði sagt frá því á Facebook síðu sinni að hann vildi banna börnum að fara á Gleðigönguna.

Brynjar vitnar í frétt DV á Facebook í dag, líkir bróður sínum við femínista og spyr hann síðan hvenær þeir hafi viljað banna alla hluti sem séu þeim ekki þóknanlegir.

„Ég hef enga fordóma gagnvart grömpí gömlum körlum af augljósum ástæðum. En síðan hvenær höfum við viljað banna alla hluti sem ekki eru okkur þóknanlegir, bróðir sæll. Þú ert að verða eins og hver annar femínisti,” segir Brynjar.

Brynjar segir að þeir bræður hafi ef til vill ekki efni á því að gagnrýna fólk vegna klæðaburðar og efast um að börnin sjái eitthvað sem þau hafi ekki séð áður í Gleðigöngunni.

„ Vorum við ekki einu sinni að boða að fólk bæri ábyrgð á sjálfu sér og sínum börnum? Ætli nokkuð annað sjáist í þessari gleðigöngu en sem börnin horfa á í tónslistarmyndböndum og þessu Hollywooddrasli, sem er að verða helsta fyrirmynd okkar og barnanna, því miður. Svo er glæsileiki okkar bræðra í klæðaburði ekki svo mikill að við höfum efni á að gagnrýna aðra. Við erum kannski ekki eins og gangandi póstbox en næsti bær við.”

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing