Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill taka RÚV af fjárlögum, í skrefum, þar sem þeir fimm milljarðar sem skattgreiðendur borga fyrir RÚV árlega, nýtist betur annars staðar. Þetta segir Brynjar í færslu á Facebooksíðu sinni í dag.
Hann segir menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RÚV úr sér gengin. „Í evrópu eru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum,“ skrifar Brynjar
Hann segir mikilvægt að taka RÚV af fjárlögum, í skrefum. „„Eftir stendur að „sumir“ skattgreiðendur þurfa að punga út á fimmta milljarð árlega í óþarfa. Við, sem höfum áhuga á að dreifa peningum annarra eftir eigin geðþótta, getum hugsað okkur betri nýtingu á þessu fé. Auk þess tekur ríkismiðillinn lungann af auglýsingatekjum, sem gerir frjálsa fjölmiðlun nær ómögulega,“ skrifar Brynjar.
Færslu Brynjars má sjá hér
Í evrópu eru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. Og ekki bara…
Posted by Brynjar Níelsson on Sunnudagur, 8. apríl 2018