Jöræfi Prima úlpan er afrakstur hönnunarteymis JÖR og hönnunar- og framleiðsludeildar 66°Norður en samstarfið var frumsýnt í gær. Úlpan verður fyrst um sinn aðeins til í takmörkuðu upplagi og kostar tæplega 130 þúsund krónur.
Enginn annar en Bubbi Morthens ákvað að segja sitt álit á úlpunni á Twitter í gær. Hann var ekki ánægður , sagði að hún væri ljót, allt of dýr og hreinlega bull.
129.000 króna úlpan frá JÖR og 66°Norður – Ljót og altof dýr, bull
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) November 27, 2015
Hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson ákvað hins vegar að taka þessu sem hrósi frá Bubba
Fyrstu jákvæðu viðbrögðin komin í hús! #takeitasacompliment https://t.co/GiTZTd2NEa
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) November 27, 2015
Rapparinn Emmsjé Gauti ákvað svo að blanda sér í umræðuna með mynd af Tolla, bróður Bubba, í úlpu sem hann hannaði fyrir Cintamani
@BubbiMorthens pic.twitter.com/J4Iw05BapA
— Emmsjé (@emmsjegauti) November 27, 2015
Og Guðmundur lokaði umræðunni með nettu skoti á Kónginn
@emmsjegauti @BubbiMorthens Það er ekki allra að vera í skræpóttu… pic.twitter.com/hEnKaK9qsq
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) November 27, 2015