Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur stigið fram og tjáð sig um eineltismál á Húsavík sem Nútíminn fjallaði um í vikunni. Málið fjallar um unga stúlku sem lögð hefur verið í gróft einelti í átta ár á Húsavík. Móðir stúlkunnar steig fram opinberlega og bað um að dóttir sín fengi séns.
Sjá einnig: Alma reyndi að fremja sjálfsmorð eftir gróft einelti á Húsavík: „Hún hatar að koma heim“
Í frétt Vísir.is um málið segir að móðir stúlkunnar og stelpan sjálf hafi orðið fyrir töluverðu aðkasti í bænum eftir að fjallað var um málið opinberlega.
Bubbi tjáði sig svo um málið í stuttri færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann hvetur fólk til að sýna mennsku og kærleika í verki.
❤️❤️❤️Húsvíkingar sínið mensku og kærleika í verki
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) November 4, 2017