Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendi í dag frá sér aðvörun á Facebook og Twitter vegna Instagram-reiknings í hans nafni sem hann kannast ekki við. Sá sem er á bakvið reikninginn hefur að sögn Bubba verið að ásækja konur.
Hjálp þessi síða er ekki mín gaur hefur stolið myndum nafni mínu sækir á konur stelpur deilið takk pic.twitter.com/QBiF26q2X7
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) November 1, 2017
Aðgangurinn er með notendanafnið morthensbubbi og notar myndir af Bubba sjálfum í leyfisleysi. Hann biðlar til fólks um að deila færslunni í von um að finna þann seka.