Auglýsing

Bubbi um fótbolta: ,,Heimsk íþrótt sem vekur upp það versta í karlmönnum“

Lætin í aðdraganda leiks Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu hafa ekki farið framhjá mörgum, tónlistarmaðurinn Bubbi Morthenz er þar engin undantekning. Bubba virðist ekki skemmt yfir því sem gengur á í kringum íþróttinna og vill meina að hún ,,veki upp það versta í karmlmönnum“ eins og hann orðar það í Twitter færslu sinni.

Sjá einnig: Tók viðtal við landsliðsmann Tyrkja með uppþvottabursta og allt varð brjálað

,,Fótbolti er heimsk íþrótt sem vekur upp oftar en ekki það versta í karlmönnum en um leið er eitthvað heillandi við boltann,“ segir Bubbi.

Bubbi er mikill aðdáandi bardagaíþrótta og hefur hann oft í gegnum tíðina verið fenginn til að lýsa hnefaleikabardögum og öðrum viðburðum því tengdu. Hann segist heldur kjósa bardagaíþróttir og segir að þar fari fram mun heiðarlegra ofbeldi en í fótbolta.

,,Ég tek MMA eða hnefaleika fram yfir það er heiðarlegra ofbeldi og vekur ekki upp það versta í karlmönnum.“ segir Bubbi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing