Auglýsing

Búið að bera kennsl á karlmanninn sem fannst látinn, Íslendingur á sjötugsaldri

Búið er að bera kennsl á karlmanninn sem fannst látinn í skurði við Grandagarð í morgun. Hann var Íslendingur á sjötugsaldri.

Talið er að um slys hafi verið að ræða og mun krufning varpa ljósi á með hvaða hætti andlátið varð. Ekki er talið að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Nútímann.

Vegfarandi kom auga á manninn og var málið tilkynnt til lögreglu rétt fyrir klukkan 9 í morgun.

Sjá einnig: Karlmaður fannst látinn við Grandagarð í morgun, vegfarandi fann líkið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing