Auglýsing

Býður Jóni Gunnarssyni að rúnta á nýja ráðherrabílnum á slæmum vegum Flóahrepps

Hulda Kristjánsdóttir, íbúi í Flóahreppi, hefur sent Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra boð um að rúnta um á slæmum vegum Flóahrepps. Fleiri þingmenn fengu sama boð frá Huldu sem vill vekja athygli á slæmu ástandi vega í hreppnum.

DV greindi frá því í gær að innanríkisráðuneytið hafi fest kaup á nýjum Toyota Land Cruiser 150 VX-jeppa fyrir Jón Gunnarsson. Hulda deildi fréttinni á Facebook-síðu sinni með skilaboðum til Jóns.

„Í tilefni af þessum nýja bíl fyrir ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála vil ég bjóða Jóni Gunnarssyni ráðherra að rúnta um á nýja bílnum á vegum í Flóahreppi,“ segir hún.

Væri til dæmis gott að byrja á að keyra Hamarsveg (nr. 308) fara svo Önundarholtsveg (nr. 311). Og ef þú tímir ekki að fara á nýja ráðherrabílnum þá skaltu prufa að fara í þínum einkabíl.

Ástand vega hefur reglulega veri gagnrýnt. Samtök ferðaþjónustunnar lýstu í vikunni yfir miklum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð í samgönguáætlun.

„Það er með ólíkindum að þeim nauðsynlegu samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir sé nú enn og aftur ýtt út af borðinu,“ segir þar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing