Auglýsing

Bylting á borgarstjórnarfundi: Halldór notaði glærur

Borgarfulltrúar þurfa að fá sérstakt leyfi til að nota glærur á borgarstjórnarfundum. Það er því ekki algengt að glærukynningar séu notaðar. Þetta kemur fram í frétt á vef Sjálfstæðisflokksins.

Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, notaði glærur á borgarstjórnarfundi í dag þar sem fjallað var um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 2015.

Á vef Sjálfstæðisflokksins er það harmað að glærukynningar séu ekki algengari á þessum fundum:

Ekki er algengt að borgarfulltrúar noti glærukynningar á borgarstjórnarfundum en þykir það mjög miður að ekki sé hægt að nýta tæknina betur á fundum borgarstjórnar. Halldór sýndi nokkur gröf sem var mjög erfitt að útskýra í beinum texta og þótti því tilvalið að notast við tæknina í þessu tilviki. Óþarfa vesen er þó að fá leyfi til þess að fá að nota glærur í borgarstjórn og vonandi að borgarfulltrúar geti án vankvæða notað glærukynningar á ræðum sínum á komandi borgarstjórnarfundum.

Sjálfstæðiskonan Áslaug Friðriksdóttir tjáði sig um málið á Twitter í dag:

Og það gerði framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins líka:

Loks kemur fram að S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartar framtíðar, hafi verið ánægður með þá byltingarkenndu tækni sem Halldór notaði á fundinum.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing