Sum tíst eru fyndin og skemmtileg en önnur ekki, þannig er það nú bara. Tístin hér fyrir neðan er fyndin og eiga það sameiginlegt að hafa sópað að sér lækum frá notendum Twitter í síðustu viku. Hvað er betra en að hefja vikuna á smá hlátri.
Hér að neðan má sjá bestu tíst síðustu viku að mati dómnefndar.
Líf okkar allra í þremur Tístum
Ætlaði í ræktina í morgun en mundi svo að ég nenni því ekki.
— Berglind Festival (@ergblind) November 11, 2017
okei hver tengir við það að loka augunum i 2 minutur eftir að vekjaraklukkan hringir og vakna svo 8 arum siðar giftur með 2 börn
— Gunna sem fer í ræktina þrisvar í viku (@sjomli) November 11, 2017
Vakna snemma: Morgunfúll yfir því að fá ekki að sofa út.
Sofa út: Fullur af sjálfshatri yfir því að hafa ekki vaknað snemma.— Bragi Páll (@BragiPall) November 7, 2017
Þessir pabbar…
Risa shoutout á snáðann hann Pápa Hall í dag!
Náði þessu af honum í 2.ára afmæli afabarns hans… pic.twitter.com/M3KBZSbj8q— Óli Hall (@oliahall) November 12, 2017
Pappi fékk kíló af lífrænt ræktuðum rauðrófum á 150 kr í Krónunni og sagði svo kátur "þú verður nú að segja öllum vinum þínum á Twitter frá þessu"
— Alma Ágústsdóttir (@kynvera) November 12, 2017
Þá telur það ekki. Því miður…
Ógeðslega svekkjandi að fara með börnin út að renna á snjóþotu en gleyma að taka mynd fyrir insta.
— gunnare (@gunnare) November 11, 2017
Hér höfum við fíflagang og sprell
280 stafir?
Ég er ekki enn búinn að jafna mig á Herra Ísland 2007 pic.twitter.com/pBXyAyymCv— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) November 9, 2017
Matvöruverslun kl 18:01:
"Huh? Er dagur hjá þér? GOTT KVÖLD!"
– Uppáhaldstýpurnar mínar.
— Anna Berglind (@annaberglind) November 11, 2017
ég og vinir mínir þegar trúbadorinn á den danske kro spilar svört sól með sóldögg pic.twitter.com/jnFof26GAm
— Tómas (@tommisteindors) November 12, 2017
Starfsmaður á skólalóð grunnskóla stendur og kallar „Það er bannað að kasta snjó!“
Gangi þér bara vel með þetta vinur.
— Fanney (@fanneybenjamins) November 10, 2017
Djöfull var þetta flott mynd af mér berum að ofan á tene í fyrra..
Er svo flottur að mig langar eiginlega að pósta henni aftur, en hvernig?
Korteri seinna á insta.
Myndin komin inn
Captionið: Take me back.
Comments: Hellaður, King, ósanngjarnt, hvað ertu, litla dæmið maður.
— Albert Ingason. (@Snjalli) November 10, 2017
Sum Tinder-mötch enda í merkingarlausu kynlífi. Önnur: pic.twitter.com/Lhz3a5vRgg
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) November 12, 2017
Svo var Haraldur Biering að sjálfsögðu á sínum stað…
Samræður milli mín og dóttur minnar (4):
Ég: hey afhverju grætur þú?
Sigurrós Björk: vegna þess að Trump er vondur.
Ég: vá elska þig og takk fyrir að vera hugsandi barn!
Sigurrós Björk: takk fyrir að vera pabbi minn.— Haraldur Biering (@HaraldurHi) November 11, 2017