Chris Cornell, söngvari hljómsveitanna Soundgarden og Audioslave er látinn. Hann var 52 ára gamall.
Talsmaður hans staðfesti fréttirnar í morgun. Í yfirlýsingu frá Brian Bumbery, talsmanni hans, kemur fram að Cornell hafi látist á miðvikudagskvöld. Dánarorsök kemur ekki fram í yfirlýsingunni en fram kemur að andlát hans hafi borið skjótt og óvænt að.
Chris Cornell hóf ferilinn með Soundgarden árið 1984 en hóf síðar sólóferil og var um tíma í hljómsveitinni Audioslave áður en hann gekk aftur til liðs við Soundgarden árið 2010.
Cornell kom fram í Laugardalshöll árið 2007 og árið 2016 í Hörpu.