Fyrirsætan Chrissy Teigen er ekki ánægð með reglur samskiptamiðilsins Instagram. Konur mega ekki birta myndir af sér berum að ofan eins og karlar og hún hefur mótmælt þessu síðustu daga með því að birta myndir sem brjóta reglurnar.
Teigen fór mikinn í gær og birti myndir sem voru fjarlægðar jafn óðum af Instagram.
Sjá einnig: Instagram fjarlægði brjóstamynd af Chrissy Teigen en hún birti myndina aftur og aftur
Hún birti þá þessi skilaboð á Twitter þar sem hún boðaði endurkomu geirvörtunnar.
the nipple has been temporarily silenced but she will be back, oh yes, she will be back
— christine teigen (@chrissyteigen) June 29, 2015
Teigen birti svo þessa mynd á Instagram í nótt sem ögrar reglunum án þess þó að brjóta þær. Myndin hefur allavega fengið að vera í friði á Instagram-síðu fyrirsætunnar.