Auglýsing

Clarivelle á sex börn og fær 270 þúsund krónur útborgað: „Stundum borða ég sjálf bara núðlur“

Clarivelle Rosento fluttist til Íslands frá Cebu á Filippseyjum fyrir 19 árum, í leit að betra lífi. Clarivelle segir frá starfi sínu í heimaþjónustu í þjónustuíbúðum fyrir aldraðra og lífinu á Íslandi í viðtalsröðinni „Fólkið í Eflingu.“

„Launin eru svo lág að stundum borða ég sjálf bara núðlur og banana til þess að geta gefið börnunum eitthvað skárra og keypt skó og úlpur fyrir veturinn. Ég vil ekki að börnunum mínum sé kalt og þau séu óhamingjusöm og ég vil gefa þeim góðan mat, þótt ég geti ekki leyft mér að kaupa fisk og lambakjöt,“ segir Clarivelle sem fær 270 þúsund krónur á mánuði útborgað fyrir að vinna fjörutíu stunda vinnuviku, og aðra hvora helgi.

Hún segir erfitt að ná endum saman. „Ég reyni að hagræða og ná endum saman. Hver mánaðamót setjumst við niður ég og maðurinn minn, með launin okkar og borgum fyrst húsnæðislánin og rafmagn, síma, net, leikskólann og mat fyrir börnin í grunnskólanum. Þegar það er greitt þá legg ég fyrir pening fyrir mat og bensíni. Þá er kannski eitthvað pínulítið eftir fyrir krakkana en pyngjan er tóm þegar kemur að mér,“ segir hún.

Clarivelle setur börnin sín í fyrsta sæti en hún á sex börn, yngsta er fimm og elsta sautján ára. „Ef ég væri með betra kaup þá myndi ég eyða því í góða skóla, ég sótti um pláss í Ísakskóla fyrir minn yngsta sem er fimm ára og hann var tekin inn en ég þurfti að hætta við, það er svo dýrt, ég átti ekki efni á því,“ segir Clarivelle.

Lestu viðtalið í heild hér að neðan

„ Launin eru svo lág að stundum borða ég sjálf bara núðlur og banana til þess að geta gefið börnunum eitthvað skárra og…

Posted by Fólkið í Eflingu on Laugardagur, 6. október 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing