Auglýsing

CNN heldur að forsetinn búi í Bessastaðakirkju

Bandaríska fréttastofan CNN fjallar um öryggismál Hvíta hússins í dag. Tilefnið er frétt um mann sem tókst að komast alla leið inn í Hvíta húsið með hníf á dögunum en fjölmiðlar vestanhafs hafa í kjölfarið fjallað mikið um öryggi forsetans Barack Obama.

CNN setur öryggisgæslu Hvíta hússins í samhengi við öryggisgæsluna á Bessastöðum og birtir meðal annars þessa mynd sem er sögð vera af dvalarstað Ólafs Ragnars Grímssonar en er í raun af Bessastaðakirkju:

Blaðamaðurinn Stuart Reid heimsótti Bessastaði árið 2013 og tók viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson. Hann furðar sig á skortinum á öryggisgæslu:

„Það var ótrúlega lítil öryggisgæsla. Ég tók leigubíl og þegar við mættum á staðinn spurði ég bílstjórann hvað ég átti að gera. „Þú ferð bara og bankar,“ sagði hann. Þannig að ég fór og hringdi dyrabjöllunni og brytinn hleypir mér inn. Ég held að það hafi verið einhvers konar stálhlið á veginum en það hefði hver sem er getað keyrt framhjá því.

Í umfjölluninni er sagt að líta eigi á skortinn á öryggisgæslu á Bessastöðum jákvæðum augum og að það bendi til þess að forsetinn sé einn af fólkinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing