Auglýsing

Columbia-háskólinn sendi 277 umsækjendum jákvætt svar, í ljós kom að um mistök var að ræða

Columbia-háskólinn í New York í Bandaríkjunum gerði vandræðaleg mistök í vikunni.

277 umsækjendur fengu jákvætt svar við umsókn sinni um meistaranám en klukkustund síðar fengu þeir önnur skilaboð og jafnframt neikvæðari skilaboð.

Fólkið sem fékk grænt ljós á inngöngu átti nefnilega allt að fá höfnun. Skólinn segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og harmar þau.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarískur háskóli gerir mistök af þessu tagi.

Áttahundruð manns sem sóttu um inngöngu í Carnegie Mellon-háskólann í Pittsburgh fengu árið 2015 tölvupóst þess efnis að þeir hefðu fengið inngöngu í skólann. Í ljós kom að þeim hefði öllum verið hafnað og var þetta leiðrétt með öðrum tölvupósti nokkrum klukkustundum síðar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing