Auglýsing

Concha Garcia er að verða níræð og teiknar sturlaðar myndir í Paint

Hin 87 ára Concha Garcia Zaera frá Valencia á Spáni er frábær teiknari og hafa myndir eftir hana hlotið mikla athygli. Það sem gerir myndirnar hennar Concha einstakar er að hún teiknar þær i hinu fornfræga teikniforriti Paint.

Teikni­for­ritið Paint hefur fylgt Windows-stýri­kerf­inu frá árinu 1985 en varla er til sá Íslendingur sem ekki hefur látið reyna á listsköpun sína í forritinu. Concha uppgötvaði hæfileika sína eftir að börnin hennar gáfu henni tölvu. Síðan þá hefur hún teiknað fallegar myndir sem hún deilir með fylgjendum sínum á Instagram. Yfir 125 þúsund manns fylgja henni þar.

Þrátt fyrir velgengnina er Concha hógvær. „Ég skil ekki af hverju teikningarnar mínar fá svona mikla athygli,“ sagði hún í samtali við spænska blaðið Vanguardia.

Sú gamla kann sitt fag

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing