Auglýsing

Conor McGregor vill fjárfesta í nýju húsnæði Mjölnis

Írskir bardagakappinn Conor McGregor hefur áhuga á að fjárfesta í nýju húsnæði bardagaklúbbsins Mjölnis. Þetta kemur fram á vef MMA frétta.

Conor McGregor er vinsælasti bardagakappi heims um þessar mundir. Hann kemur reglulega til landsins og æfir þá í Mjölni ásamt Gunnari Nelson en þeir eru með sama þjálfara. McGregor vann Nate Diaz á bardagakvöldinu UFC 202 í ágúst.

Í nóvember á síðasta ári var tilkynnt að Mjölnir myndi flytja í gamla húsnæði Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð. Þá stóð til að flutningar færu fram á fyrri hluta þessa árs.

Flutningarnir hafa tafist og Jón Viðar Arnórsson, forseti Mjölnis, útskýrir í samtali við MMA fréttir að nokkrir fjárfestar hafi dregið sig út úr verkefninu eftir að hafa sýnt því áhuga. „Það kemur í ljós á næstu dögum hvort við förum inn eða ekki,“ segir hann í viðtali á vef MMA frétta.

Það eru endalausir fundir í gangi og vonandi getum við tilkynnt eitthvað fljótlega.

Orðrómur um að Conor McGregor ætli að fjárfesta í nýju húsnæði með Mjölni hefur verið á kreiki síðustu mánuði og Jón Viðar staðfestir áhuga bardagakappans. „Hann hefur ennþá áhuga á því og stefnir á að gera það. Það kemur í ljós á næstu vikum hversu mikið það verður,“ segir hann.

Smelltu hér til að lesa frétt MMA frétta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing