Auglýsing

Costa kaffi á leið til Íslands

Kaffihúsakeðjan Costa mun opna á Íslandi á næstunni ef marka má heimildir Markaðsins á Fréttablaðinu. Costa er næst stærsta kaffihúsakeðja í heiminum á eftir Starbucks.

Costa er bresk kaffihúsakeðja og er sú stærsta þar í landi. Fyrirtækið var stofnað í London árið 1971 af ítölskum bræðrum. Þeir seldu það til risafyrirtækisins Whitbread árið 1995. Í dag hefur Costa opnað yfir 3400 kaffihús í 31 landi. Meirihlutinn er í Bretlandi þar sem eru rúm 2000 Costa kaffihús.

Ekki er vitað hver sérleyfishafi keðjunnar verður hérlendis. Þá hafa fjölmiðlafulltrúar Costa ekki svarað fyrirspurnum um áformin.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing