Auglýsing

Costco ætlar að halda áfram að bjóða sama verð á eldsneyti og segjast ekki borga með því

Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, segir eldsneytisverð fyrirtækisins komið til að vera, þ.e. að ekki sé um opnunartilboð að ræða. Hann segir að fyrirtækið selji eldsneytið ekki undir kostnaðarverði. Þetta kemur fram á Vísi.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Costco kaupir eldsneyti sitt af innlendum birgi, eða Skeljungi. Ef fyrirtækið selur eldsneytið ekki undir kostnaðarverði, þ.e. borgar ekki með því, er ljóst að álagning annarra fyrirtækja sem selja eldsneyti hér á landi er töluverð.

Costco byrjaði að selja eldsneyti í gær en sjálf verslunin verður opnuð á morgun, þriðjudag. Lítri af 95 oktana bensíni er á 169,9 krónur og lítri af dísilolíu á 164,9 krónur. Lítrinn af bensíni kostar yfirleitt tæpar 200 krónur án afsláttar hjá öðrum sem selja eldsneyti hér á landi og lítrinn af dísilolíu yfirleitt rúmlega 185 krónur. Þannig munar um þrjátíu krónum á lítranum á bensíni og um tuttugu krónum á lítranum af dísilolíu hjá Costco og öðrum fyrirtækjum.

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið ætli að fylgjast vel með á næstunni og skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn að Costco selji eldsneyti á mun lægra verði en aðrir hér á landi.

Hann segir að fyrirtækið muni skoða hvernig Costco spilar úr málunum til lengri tíma. „Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst með við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð,“ segir Jón Ólafur. Af þessu má ráða að Olís ætli að halda áfram að selja mun dýrara eldsneyti en Costco, allavega í bili.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing