Auglýsing

Costco ætlar að hjálpa viðskiptavinum að setja vörur í poka: „Fólk er að greiða fyrir að fá að versla“

Costco ætlar að veita „gamaldags“ þjónustu á öllum átján afgreiðslukössum búðarinnar í Kauptúni í Garðabæ. Við hvern kassa verður starfsmaður sem afgreiðir viðskiptavini en einnig starfsmaður sem mun aðstoða viðskiptavini á ýmsan hátt, meðal annars við að setja vörur í poka. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sjá einnig: Vinsæl raftæki miklu ódýrari í Costco, hvernig verður verðið á Íslandi?

Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið að kannski sé þessi þjónusta gamaldags en hann telji að hún muni mælast vel fyrir.

„Margt, sem áður var sjálfsagt í verslunarþjónustu hefur horfið, en við viljum halda í þetta. Öfugt við það sem gerist í öðrum verslunum er fólk að greiða fyrir að fá að versla hérna og við viljum gera því það eins þægilegt og hægt er,“ segir Vigelskas. Verslunin verður opnuð þriðjudaginn 23. maí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing