Facebook-hópurinn vinsæli, COSTCO-Gleði fagnar nú eins árs afmæli. Hópurinn er einn sá vinsælasti hér á landi og eru meðlimir rúmlega 32 þúsund. Stofnandi hópsins, Engilbert Arnar skrifar hjartnæma færslu í hópinn á þessum merku tímamótum.
Sjá einnig: Aðdáendur Costco í Garðabæ telja sig hafa fundið jólagjöfina í ár: „Ég fór í dag og nældi mér í 3 stykki“
Færsla Engilberts hefur fengið mikil viðbrögð og ljóst að meðlimir hópsins eru ánægðir með störf hans. „Ég vona svo sannarlega að mér hafi tekist að hjálpa fólki þarna úti og um leið gleðja. Ég er hálf orðlaus sjálfur yfir öllu sem ég hef þegar gert,“ skrifar Engilbert.
Engilbert er þakklátur fyrir tímann sem hópurinn hefur átt saman og hvetur fólk til að skilja eftir svör við færslunni. „Þakklæti er mér efst í huga. Það væri ótrúlega gaman að fá athugasemd um hvernig mér tókst að hjálpa/gleðja þig,“ skrifar hann og minnir fólk á að það sé meiriháttar.