Auglýsing

CrossFit Reykjavík hættir tímabundið að selja kort í stöðina, vilja ekki að iðkendur líði fyrir þrengsli

Frá og með næsta föstudegi, eða 11. nóvember, mun líkamsræktarstöðin CrossFit Reykjavík hætta tímabundið sölu á nýjum kortum inn í stöðuna.

Með þessu vilja eigendur hennar koma til móts við vaxandi fjölda iðkenda í stöðinni með það að markmiði „að halda áfram að veita framúrskarandi þjálfun og þjónustu á öllum sviðum,“ segir í færslu á Facebook-síðu stöðvarinnar.

Evert Víglundsson, einn eiganda stöðvarinnar, segir í samtali við Nútímann að aðsókn hafi aukist stöðugt frá því að stöðin var opnuð í bílskúr í Mosfellsbæ árið 2009. Hún hefur tvisvar verið stækkuð síðan, fyrst í 800 fermetra og síðan í 1.800 fermetra.

Hann segir að eigendurnir hafi gripið til þess að hætta sölu á kortum um stund svo að iðkendurnir líði ekki fyrir þrengsli og þannig að hægt verði að viðhalda góðri þjónustu og þjálfun.

Þegar er búið að grípa til ráðstafanna vegna aðsóknarinnar. Tímum hefur verið fjölgað og þá eru fleiri þjálfarar í tímum en áður, segir Evert.

Þetta gengur mjög vel eins og er, við viljum ekki fara yfir strikið. Við viljum ekki vera fórnarlömb eigin velgengni, okkur er annt um kúnnana.

Eigendur CrossFit Reykjavík hafa kannað möguleika á að stækka núverandi húsnæði og opna jafnvel útibú en það er enn á teikniborðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing