Tónlistarmaðurinn Daði Freyr er löngu orðinn landsþekktur fyrir ýmislegt. Frammistaða hans í Söngkeppni Sjónvarpsins var stórkostleg en til að kynna sig í keppninni flutti hann eigin útgáfur af mörgum frægum lögum. Og gerði það fjandi vel.
Vilhelm Neto er ekki eins þekktur en við höfum samt flutt fréttir af honum og gríninu hans. Til dæmis þegar hann greindi eldheita umræðu um smokka og dömubindi. Og þegar hann sýndi hvernig strákar pissa samkvæmt Vigdísi Hauks.
En hvernig tengjast þessir tveir?
Vilhelm birti á Twitter í gær myndband þar sem hann grínaðist aðeins í Daða Frey. Horfðu á myndband Vilhelms hér fyrir neðan
Daði Freyr og sumarið pic.twitter.com/UdRj2WatHs
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) August 2, 2017
Daði Freyr var snöggur að svara og sagði að hann yrði hreinlega að flytja eigin útgáfu af lagi Vilhelms. Sem hann gerði! Horfðu á myndband Daða hér fyrir neðan
Varð að covera þetta <3 pic.twitter.com/dfveP8kxfX
— Daði Freyr (@dadimakesmusic) August 2, 2017
????????????
Og þetta virðist vera upphafið af fallegri vináttu því Vilhelm sagði í kjölfarið að útgáfa Daða væri ógeðslega skemmtileg. „Brosi endalaust yfir þessu,“ sagði hann. „Hey sömó,“ svaraði Daði Freyr.