Auglýsing

Daði og Gagnamagnið fá annað tækifæri í sumar, valin í keppni þeirra sem komust ekki í Eurovision

FÁSES, Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur valið Daða og hljómsveitina Gagnamagnið til að taka þátt í OAGE Second Chance Contest sem fer fram í sumar. Þar fá þau sem tóku þátt í undankeppnum Eurovision í ár í sínu heimalandi en komust ekki til Kænugarðs annað tækifæri til að láta slá í gegn.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu FÁSES. Á hverju ári standa samtökin OGAE International, regnhlífasamtök allra OGAE Eurovisionklúbbanna, fyrir kosningu meðal félagsmanna þar sem þeir velja sín eftirlætis lög í OAGE Second Chance Contest -keppninni það árið.

FÁSES, Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, er eitt þessara félaga og skilar félagið inn atkvæðum sínum í sumar. Úrslitin liggja fyrir í haust.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing