Auglýsing

Dæmdur í gæsluvarðhald fyrir stunguárás í Grafarvogi

Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið karlmann á fertugsaldri. Stunguárásin átti sér stað fyrir viku síðan en upprunalega voru tveir menn handteknir. Annar þeirra var látinn laus að loknum yfirheyrslum.

Þetta segir Eiríkur Valbergs, fulltrúi í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is sem greinir frá.

Í frétt Morgunblaðsins segir að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og rennur það út á morgun en samkvæmt Eiríki hefur ekki verið ákveðið hvort óska á eftir framlengingu á gæsluvarðhaldinu.

„Við erum með nokkuð gíða mynd af því sem þarna gerðist en erum ekki tilbúin að fara út í málavexti,“ segir Eiríkur í samtali við mbl.is en samkvæmt heimildum miðilsins átti árásin sér stað í Foldahverfi.

Þá kemur einnig fram í frétt mbl.is að maðurinn hafi hlotið lífshættulega áverka á líkama, verið fluttur á bráðamóttöku en hafi nú verið útskrifaður.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing