Auglýsing

Dæmi um að íslenskir krakkar mæti ekki í skólann vegna samfélagsmiðla: „Miðillinn verður náttúrulega bara eins og annar útlimur“

Í lokaþætti Sítengd- veröld samfélagsmiðla, á RÚV á sunnudaginn, verður rætt um skjáfíkn. Rætt er við sálfræðinginn Eyjólf Örn Jónsson sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun fólks sem haldið er tölvu- eða skjáfíkn. Mikil aukning hefur verið á þeim vanda meðal íslenskra barna og ungmenna með tilkomu samfélagsmiðla.

Sjá einnig: Sjónvarpsþátturinn Sítengd fékk Dóra DNA til að yfirgefa Instagram: „Fastur í vefnum. Hjálp“

Eyjólfur segir í þættinum að mjög margir krakkar komi til hans sem hafa verið byrjaðir á vefum á borð við Youtube í kringum sex ára aldur.

„Miðillinn verður náttúrulega bara eins og annar útlimur, önnur hönd. Þetta verður eitthvað sem fer að skipta gríðarlega miklu máli,“ segir hann.

Sjá einnig: Sólrún Diego hætti á Snapchat eftir að hafa fengið senda mynd af dóttur sinni á leikskólanum: „Þarna var ég mjög hrædd“

Hann segir að dæmi séu um að krakkar mæti ekki í skólann þar sem þeir geti ekki hugsað sér að fara frá „miðlinum sínum“. Þá segir hann að endurgjöf á samfélagsmiðlum geti haft mjög slæmar afleiðingar fyrir börn. Ef myndbönd eða myndir fá ekki nóg mörg like geti það haft slæm áhrif á líðan þeirra.

Sítengd – veröld samfélagsmiðla er í umsjón þeirra Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Í þættinum er rýnt í heim samfélagsmiðla og hvaða áhrif miðlarnir hafa á líf okkar. Nánar verður rætt við Eyjólf Örn í þættinum á sunnudag klukkan 20:35 á RÚV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing